Jólapappír

jolamynd-201515215807_10211849010930687_1434630109_oOkkur finnst við hæfi að bjóða upp á umhverfisvænni jólapappír en gerist og gengur. Pappírinn er prentaður báðum megin. Á annarri hliðinni skoppar jólakötturinn um örkina og vitnað er í vísur Jóhannesar úr Kötlum um Jólaköttinn. Hin hliðin skartar litríkum teikningum af fatnaði og minnir okkur á að sá fer í jólaköttinn sem ekki fær nýja flík! Fleiri gerðir af jólapappír hafa bæst í hópinn og í fyrra var prentaður Jólapappír sem unninn var í samráði við Tryggva Ólafsson listmálara og núna í ár pappír sem Hrafnhildur G. Ólafsdóttir teiknaði.

Jólapappírinn ber Svaninn og er því góður til endurvinnslu.

Við megum til með að benda á það að allur hefðbundinn jólapappír sem er unninn með metallitum eins og gyllingu eða silfuráferð er ekki hæfur til endurvinnslu og má því ekki fara í safngáma.

Felix Bergsson (úr Bergson og Blöndal, sungið við Dansi dansi dúkkan mín)

Komdu nú að pakka inn
sjáðu fagran pappírinn
á honum jólakötturinn
og umhverfisvottun – svanurinn

Af innpökkum fæ ég aldrei nóg
bæð‘ á land og út á sjó
Bestur finnst mér pappír þó
sem kemur beint frá Guðjón Ó!