• Slide 1
  Orðin eins og litir og málverk til mín koma
  móðurlausa stafi í fóstur ég tek.
 • Slide 2
  Bókin er galdur sem geymir sjálfan tímann
  í skjóli þíns huga þar finnur hún þrek.
 • Slide 3
  Bókin er og verður þinn vinur
  bókin er sem svalandi lækur.
 • Slide 4
  Og ég segi það upphátt
  og ég hvísla það í hljóði
  að ég elska bækur.
 • Slide 5
  Hve lífið yrði fátækt ef fyndust öngvir pennar
  sem færðu okkur bækur eða ljóð að gjöf
 • Slide 6
  hve lífið yrði sorglegt ef sjónvarp væri eina
  siglingin um hugans stóru úthöf.
Umhverfisvæn prentsmiðja með persónulega og góða þjónustu í meira en hálfa öld.

Frá hugmynd í veruleika

Að prenta. Það er það sem við elskum að gera. Að taka við þinni hugmynd á tölvutæku formi og breyta henni í fullkominn prentgrip. Að breyta þinni hugmynd í veruleika.

Ástríða okkar

Farfarnir, pappírinn, prófarkirnar, skurðurinn, lyktin, hljóðin í prentvélunum. Þarna liggur ástríða okkar.

Við elskum umhverfið

Við elskum líka umhverfið, náttúruna og andrúmsloftið. Þess vegna urðum við fyrsta umhverfisvæna prentsmiðjan á Íslandi árið 2000. Við gerðum það til að vera ábyrg gagnvart náttúrunni og gagnvart okkar eigin vinnuumhverfi; til að geta verið stolt af því hvernig við gerum hlutina.

Fyrsta flokks þjónusta

Í dag erum við stolt af því að geta boðið upp á fyrsta flokks vöru, vistvæna framleiðslu og persónulega þjónustu á hagstæðu verði.