Umhverfisvæn prentsmiðja með persónulega og góða þjónustu í meira en hálfa öld.

Við elskum að prenta

Frá hugmynd í veruleika

Að prenta. Það er það sem við elskum að gera. Að taka við þinni hugmynd á tölvutæku formi og breyta henni í fullkominn prentgrip. Að breyta þinni hugmynd í veruleika.

Ástríða okkar

Farfarnir, pappírinn, prófarkirnar, skurðurinn, lyktin, hljóðin í prentvélunum. Þarna liggur ástríða okkar.

Við elskum umhverfið

Við elskum líka umhverfið, náttúruna og andrúmsloftið. Þess vegna urðum við fyrsta umhverfisvæna prentsmiðjan á Íslandi árið 2000. Við gerðum það til að vera ábyrg gagnvart náttúrunni og gagnvart okkar eigin vinnuumhverfi; til að geta verið stolt af því hvernig við gerum hlutina.

Fyrsta flokks þjónusta

Í dag erum við stolt af því að geta boðið upp á fyrsta flokks vöru, vistvæna framleiðslu og persónulega þjónustu á hagstæðu verði.